Rauðir dagar

Lögbundnir frídagar á Íslandi eru samtals 17 talsins.

10. maí 2017

dagatal.jpg

Dagatal
Flokkun: 

Frídagar 2017

Íslenskir frí- og hátíðardagar fyrir 2017

Hvaða frídagar (eða „rauðir dagar“) eru lögbundnir á Íslandi?

Á Íslandi eru 17 lögbundnir frídagar. Þó er munur á hvort dagarnir séu almennir frídagar eða stórhátíðardagar. Þeir eru:

 • nýársdagur (1. janúar) (stórhátíðardagur);
 • skírdagur (síðasti fimmtudagur fyrir páska); 2017: 13 apríl ;
 • föstudagurinn langi (stórhátíðardagur); 2017: 14. apríl;
 • páskadagur (stórhátíðardagur); 2017: 16. apríl;
 • annar í páskum; 2017: 17. apríl;
 • sumardagurinn fyrsti (fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl); 2017: 20. apríl;
 • alþjóðlegur frídagur verkafólks (1. maí);
 • uppstigningardagur; 2017: 25. maí;
 • hvítasunnudagur (stórhátíðardagur); 2017: 4. júní;
 • annar í hvítasunnu; 2016: 5. júní;
 • þjóðhátíðardagur Íslendinga (17. júní)  (stórhátíðardagur);
 • frídagur verslunarmanna (1. mánudagur í ágúst); 2017: 7. ágúst;
 • aðfangadagur, frá 12 á hádegi (24. desember) (stórhátíðardagur);
 • jóladagur (25. desember) (stórhátíðardagur);
 • annar í jólum (26. desember);
 • gamlársdagur, frá 12 á hádegi (31. desember) (stórhátíðardagur).

Stórhátíðardagar 

Ekki eru allir "rauðir dagar" svo kallaðir stóhátíðardagar, en þeir dagar sem eru stórhátíðardagar skipta máli, t.d. vegna launagreiðslna þegar unnið er á þessum dögum.

Íslenskt dagatal fyrir tölvur 

Bragi Halldórsson heldur úti vef með Íslensku almanaki. Þar má fá yfirlit yfir alla íslenska frí- og hátíðardaga.  Hægt er að tengja það við dagatalið í tölvunni sinni.   

 

10. maí 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?
Heilsa & kynlíf |  05.12.2012 Ofskynjunarsveppir