Vinkona mín dó í dag

01. júlí 2015

Spurning

Vinkona mín dó í dag (sjálfsmorđ) og mér líđur svo illa ađ mig langar til þess ađ drepa mig líka.
Er eitthvađ sem ég get gert til þess ađ láta mér líđa betur?

Hæhæ

Okkur þykir rosalega leiðinlegt að heyra um vinkonu þína. Það er ekkert eðlilegra en að líða mjög illa þegar maður missir einhvern sem manni þykir vænt um og mjög mikilvægt að ná að tala um það við einhvern. Það er rosalega gott að hringja strax í hjálparsíma Rauðakrossins 1717 þegar hugsanir eins og þessar koma upp og líka ef maður vill bara spjalla við einhvern. Það er alveg nafnlaust og í 100% trúnaði. Ef þú vilt ekki tala þá er líka hægt að fara inn á spjallborðið þeirra inn á 1717.is 

Það skiptir rosalega miklu máli að ná að ræða þessar tilfinningar við einhvern. Reyndu að ræða við foreldra eða forráðamann og við erum viss um að þú fáir stuðning þar ef þú segir frá tilfinningum þínum. Það er líka hægt að ræða við hjúkrunarfræðing eða heimilislækni á heilsugæslustöðinni í þinni heimabyggð. Það sem mestu máli skiptir akkúrat núna er að geta talað um líðan þína. 

Takk fyrir að skrifa til okkar þegar þér líður illa og nú skiptir öllu máli að þú náir að ræða við einhvern um líðan þína. Það sem við erum ekki með netfang þitt né símanúmer þá viljum við endilega hvetja þig til að senda okkur aftur með meiri upplýsingum.

Gangi þér rosalega vel .

Tótalkveðjur 

01. júlí 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015