Vinkona eða ekki vinkona mín?

22. maí 2014

Spurning

Vinkona eða ekki vinkona mín?
Ég veit ekki orðið lengur hvað ég á að halda. Þessi stelpa hefur oft logið að mér og hún heldur að ég taki ekki eftir því en ég geri það alveg en ég segi henni ekki frá því að ég viti það. Hún hefur oft baktalað mig og ég hef heyrt það en hún heldur að ég hafi ekki heyrt það en ég segi henni bara ekki frá því. Hún verður stundum pirruð út í mig útaf engu. Hún hefur oft statað rifrildi og það endar oft með því að ég verð sár en henni er alveg sama og labbar bara í burtu. Hún heldur að ég hafi engar tilfinningar af því að ég er smá fötluð í augum og eigi fávini sem ætti auðvitað að skipta engu máli en samt heldur hún að hún geti farið með mig hvernig sm hún vill. Stundum eftir rifrildi tölum við ekki saman það sem eftir er af deginum, en svo mæddum við í skólan daginn eftir og hún heldur samt að allt sé í himnalagi á milli okkar, sem er ekkert endilega alltaf því stundum móðgar hún mig. Hún heldur alltaf að við séum bestu vinkonur sem við erum ekkki að mínu mati. Og ef ég ferað tala við aðra fer hún í fýlu. Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu mérvantar nauðsynlega hjálp og það sem fyrst.
Kveðja fröken döpur og einmanna

Þetta vinkonu samband hljómar ekki eins og það á að vera.  Best væri ef þú gætir rætt málin við hana.  Sagt henni frá því að þú vitir til þess að hún hafi talað illa um þig og að hún særi þig þegar þið rífist og hún labbar í burtu eins og þú skiptir engu máli.  Ef þér þykir vænt um hana þá skaltu segja henni það en láta hana vita að hún sé ekki að koma fram við þig eins og góðar vinkonur gera.  Það er ósanngjarnt að hún sé vinkona þín bara þegar henni hentar.  Annað hvort eruð þið vinkonur eða ekki.  Það er líka ósanngjarnt að verða fúl ef að þú talar við aðra eða átt aðrar vinkonur líka.  Ef að hún baktalar þig þá ættir þú ekki að treysta henni.  Þú skalt vera hreinskilin við hana, ef þú treystir þér ekki til að segja þetta við hana þá gætir þú skrifað henni.  Þú átt skilið vinkonu sem kemur vel fram við þig, sem kemur fram við þig eins og þú gerir við hana.  Sem að stendur með þér og þú getur treyst.  Ef að hún þolir ekki að heyra sannleikann þá verður því miður bara að hafa það.  Þú ert hvort sem er farin að finna það að þið eruð ekki bestu vinkonur og þú veist þá hvar þú stendur.

Gangi þér vel og stattu með sjálfri þér.

22. maí 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015