Add new comment

Filtered HTML

  • Web page addresses and e-mail addresses turn into links automatically.
  • Allowed HTML tags: <iframe> <a> <em> <strong> <cite> <blockquote> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Lines and paragraphs break automatically.

Plain text

  • No HTML tags allowed.
  • Web page addresses and e-mail addresses turn into links automatically.
  • Lines and paragraphs break automatically.

Skattkort fyrir erlenda námsmenn

25. ágúst 2014

Spurning

Góðan dag.

Ég var að velta því fyrir mér hvernig skattkort virkar fyrir námsmenn sem eru að koma til ísland frá öðrum löndum. Frænka mín kemur til landsins í Ágúst nk. og mun hún fara í HÍ. Myndi hún fá skattkort um leið og hún kemur til landsins eða er það nokkurra mán. bið?

Hæ!

Erlendir launamenn, sem dvelja tímabundið á Íslandi, þurfa að sækja um skattkort hjá Ríkisskattstjóra. Frænka þín, sem mun þá líklega dvelja hér tímabundið vegna náms, getur sótt um skattkort á eyðublaðinu RSK 14.04 (eyðublaðið má finna hér: https://www.rsk.is/media/rsk14/rsk_1404.en.pdf). Framvísa þarf dvalar- og atvinnuleyfi við umsóknina.
Afgreiðsla umsóknarinnar, ef öll nauðsynleg skjöl eru meðferðis, á ekki að taka langan tíma. Oftast er skattkortið tilbúið daginn eftir að umsókn berst.

Íslenskir námsmenn, sem hafa verið með skráð lögheimili í útlöndum og aldrei fengið skattkort, sækja um skattkort á sama hátt. Ef lögheimili er hins vegar flutt til Íslands fær viðkomandi skattkortið sent heim (ef hann hefur aldrei fengið slíkt áður) um leið og búið er að ganga frá skráningu í Þjóðskrá.

Vonandi var þetta fullnægjandi svar - ekki hika við að spyrja aftur ef eitthvað er óskýrt.

Bestu kveðjur,

Stína og Jökull 

Höfundur:

Skyldurækin

Fræðslustarf fyrir ungt fólk um vinnumarkaðinn.

25. ágúst 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?
Heilsa & kynlíf |  05.12.2012 Ofskynjunarsveppir