Meydómur, forleikur + samfarir

12. desember 2012

Spurning

1. er eðlilegt að vera 13 ára stelpa og telja sig vera tilbúina í að gera "það" 2. þetta með að þegar konur/stelpur " blottna" er þá kannski góð leið fyrir kynlíf að láta strákinn putta sig eða einhvað ? 3. er vont að missa meydóminn ?

 

Til að byrja með já það er alveg eðlilegt að telja sig tilbúna að sofa hjá 13 ára.  Það er svo misjafnt hvort stelpur eru í raun tilbúnar eða ekki.  Þess vegna er mikilvægt að hugsa sig vel um.  Það að vera tilbúin eða að halda að maður sé tilbúin er ekki alveg það sama.  En það er bara gott mál að vera farin að hugsa um þessa hluti og pæla í hvað maður er tilbúin til að gera og hvað ekki.  Mundu bara að fyrsta skiptið gerist bara einu sinni. 

 

Það að blotna er mikilvægt í kynlífi til þess að samfarinrnar gangi vel, það getur verið óþægilegt að gera það ef konan blotnar ekki og því er forleikur mikilvægur.  Forleikur er það sem er gert áður en samfarinrnar byrja, kyssast og strjúka og putta ef maður vill það.  Þetta leiðir allt að því að maður örvast kynferðislega og þá blotna kynfærin. 

 

Það getur verið sársaukafullt að missa meydóminn, en það er misjafnt hvernig stelpur upplifa það.  Það er best að undirbúa sig vel, hafa forleikinn langann og vera með einvherjum sem maður treystir fullkomlega og þykir vænt um og veist að þykir vænt um þig.  Svo er best að tala saman og segja hvað manni þykir gott og hvað maður er tilbúinn að ganga langt.  Það er líka mikilvægt að segja stopp ef þú finnur út að þú ert í raun ekki tilbúin þegar á hólminn er komið.

 

Gangi þér vel, kveðja íris

12. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015