Inntökuskilyrði í Versló

27. maí 2014

Spurning

Hæ, ég er í 10.bekk og er að sækja um í Verzlunarskóla Íslands og er að velta fyrir mér hvað ég þarf í meðaleinkunn? Get ég séð skrár frá því í fyrra yfir meðaleinkunnir í skólanna?

Inntökuskilyrðin í Verslunarskóla Íslands velta á hversu margir sækja um og hvernig einkunnirnar koma úr grunnskólanum hjá hverjum árgang fyrir sig. En tekið er fram á heimasíðu skólans að nemendur verði að hafa náð að lágmarki 6,0 í einkunn í hverri grein og að reynslan sýni að nemendum með undir 7,0 í einkunn í íslensku og stærðfræði hefur ekki vegnað nógu vel í skólanum.

Samkvæmt skólanum er ekki hægt að nálgast beinar upplýsingar um meðaleinkunnir á fyrri árum. En gefin er upp lægsta einkunn sem tekin var inn í fyrra og var það meðaleinkunnin 8,7.

Verslunarskólinn reiknar meðaltal skólaeinkunna þannig að stærðfræði og íslenska hafa tvöfalt vægi og síðan eru valdar tvær hæstu einkunnirnar  úr eftirfarandi greinum; dönsku, ensku, samfélagsfræði og náttúrúfræði.

Skólinn skoðar líka aðra þætti eins og úr hvaða grunnskólum nemendur eru að koma, einkunnir úr öðrum fögum, mætingu í grunnskóla og hvort nemendur hafi lokið áföngum á framhaldsskólastigi.  Skólinn reynir að hafa kynjahlutföll sem jöfnust.

 

Nánari upplýsinar er hægt að nálgast á vefsíðu skólans www.verslo.is undir Innritun.

Einnig er hægt að hafa samband við skólann í síma: 590-0601 eða í gegnum tölvupóst á verslo@verslo.is

 

Gangi þér vel

27. maí 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018