Hvernig verð ég starfsmaður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins?

05. nóvember 2015

Spurning

Hvernig verð ég starfsmaður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins? Ég geri ráð fyrir því að maður þurfi að klára Lögregluskólann en svo hvað?

Hæhæ

Rannsóknarlögregla ríkisins var lögð niður árið 1997 en í stað hennar voru verkefni færð til lögreglustjóra í umdæmum og ríkislögreglustjóra. Þar starfa bæði lögreglumenn sem lokið hafa prófi frá Lögregluskóla ríkisins en einnig borgaralegir starfsmenn.

Nánari upplýsingar um Lögregluskóla ríkisins má finna hér: http://www.logreglan.is/logreglan/logregluskolinn/ en einnig má finna upplýsingar um inntökuskilyrði, námstilhögun og prófkröfur í lögreglulögum nr. 90/1996 (http://www.althingi.is/lagas/144b/1996090.html) og reglugerð um Lögregluskóla ríkisins (http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/490-19979).

 

Til þess að hljóta skipun í starf rannsóknarlögreglumanns skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár frá því hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglu nr. 1051/2006.

 

Á vefnum www.logreglan.is má finna upplýsingar um lögreglustjóra umdæmin og í gegnum vefinn er unnt að hafa samband við hvert lögreglustjóra umdæmi fyrir sig, sé áhugi fyrir hendi að sækja um starf.

Með bestu kveðju,

Tótal
 

05. nóvember 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?
Heilsa & kynlíf |  05.12.2012 Ofskynjunarsveppir