Hvað tekur langantíma að fá hraðafgreiðslu á vegabréf?

04. ágúst 2015

Spurning

Er að fara út a fimmtudaginn og vegabréfið mitt er glatað, kemst ekki til sýslumanns fyrr en a þriðjudag, hvað tekur langan tima að fa hraðafgreiðslu ??

Kæri ferðalangur!

Það tekur sólarhring (24 klst.) að fá vegabréf með hraðafgreiðslu, en annars getur það tekið nokkra daga upp í nokkrar vikur.  Athugaðu að fá vegabréf með hraðafgreiðslu er tvöfalt dýrara en almenn afgreiðsla og kostar 20.250 kr.  Vegabréf með hraðafgreiðslu er sótt til Þjóðskrár sólarhring eftir afgreiðslu.

Verð fyrir vegabréf: http://www.skra.is/vegabref/gjaldskra-fyrir-vegabref/

Taktu eftir að ef að gamla vegabréfið þitt er glatað þá getur verið að nýja vegabréfið gildi mun skemur.  Það er því mikilvægt að passa upp á vegabréfið sitt og koma með það með sér þegar maður sækir um nýtt.

Sótt er um vegabréf hjá sýslumönnum um allt land. Þeir sem búa á Höfuðborgarsvæðinu þurfa að fara til Sýslumannsins í Kópavogi, Dalvegi 18, til að sækja um vegabréf.

Síminn hjá Sýslumanninum í Kópavogi er  458 2000 og netfang kopavogur@syslumenn.is
Athugaðu þó að eingöngu er opið hjá þeim á milli 08:30 og 15:00.  Gott er að mæta snemma því að stundum getur verið talsverð bið vegna nýafstaðinna verkfalla.

Nánar má lesa um vegbréf og hvert má ferðast án vegabréfs í grein Áttavitans um vegabréf http://attavitinn.is/vitar/heilsa-og-utlit/rettindi/vegabref

04. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?
Heilsa & kynlíf |  05.12.2012 Ofskynjunarsveppir