Hliðarverkanir af bólgu í blöðruhálskirtli

11. apríl 2017

Spurning

góðan dag

ég hef verið að glíma við bólgu í blöðruhálskirtli núna í næstum 3 á mánuði á sýklalyfjum, hef alltaf verið með nokkur mikla verki í eistum enn verkurinn i blöðruhálskirtlinum er nær horfinn, núna tekur við miklir verkir í neðra bakinu og verkir í báðum eistum, ég er að  pæla hvort þetta sé áhrifinn af blöðruhálskirtils bólgunni, einnig er þvagið mitt mjög '''skýjað'' og mikill lykt af því.

Þú skalt fara með þvagprufu strax í rannsókn á heilsugæsluna í þínu hverfi, hjúkrunarfræðingur getur gert rannókn á þvagprufunni meðan þú bíður til að sjá hvort þú sért með þvagfærasýkingu. Þó þú sért á sýklalyfjum þá er ekki víst að þau lyf virki á þær bakteríur sem gætu verið að valda sýkingu í þvagblöðrunni. Verkur aftur í bakið gæti mögulega stafað af sýkungu í nýrum. Það er mjög mikilvægt að þú fáir skoðun á þessu sem fyrst hjá hjúkrunarfræðingi eða lækni á læknavakt. Farðu á vakt á heilsugælsunni strax í dag.

Gangi þér vel.

11. apríl 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?
Heilsa & kynlíf |  05.12.2012 Ofskynjunarsveppir