Ég tók pilluna of snemma, hefur það áhrif á virknina?

19. apríl 2017

Spurning

Hæhæ, ég var að byrja a microgyn pillunni, ég held að eg hafi tekið pilluna of snemma en er ekki viss, síðasta föstudag fór ég á "dropatúr" og hélt að eg væri að byrja og tók pilluna en svo var það víst bara smá og það hefur ekki komið neinn túr síðan(1dag), hefur þetta áhrif á virkni pillunar? Ætti ég að nota smokkinn fram að næsta pilluspjaldi?
Kv. Ein paranoid yfir þessu öllu saman

Hæhæ

Það er eðlilegt að blæðingarnar breytist eitthvað við að byrja á pillunni. Þar sem þú byrjaðir of snemma þá getur þú ekki treyst á pilluna sem getnaðarvörn fyrr en í næsta tíðarhring (eftir pilluhlé) og þú átt á hættu að fá milliblæðingar. Sem sagt að blæðingar komi þó þú sért ekki búin með fyrsta spjaldið. Ef það gerist skaltu samt bara halda áfram að taka pilluna og taka hlé eins og ráðlagt er. Þú verður að nota aðra getnaðarvörn fyrsta mánuðinn (smokk) ef þú tekur ekki fyrstu pilluna á fyrsta degi blæðinga.

Gangi þér vel

19. apríl 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015