Byrjaði að leka blóð eftir samfarir

02. maí 2016

Spurning

Gæti það verið eitthvað hræðilegt eða eitthvað svakalega að ef það byrjar allt í einu að leka blóð eftir samfarir? Sá að það þyrfti helst að kíkja til læknis en vil það helst ekki því ég er nýbyrjuð með kæró og ef mamma og pabbi myndu komast að þessu yrðu þau brjáluð útí hann! Þau eru ekki einu sinni sátt með að ég sé í sambandi og eiga erfitt með að sætta sig við það þótt ég sé að verða 17 á þessu ári!! Þannig er þetta eitthvað sem ég get bara látið ganga yfir eða þyrfti ég endilega að fara til læknis? ;P

Ég reikna með að þú sért að tala um að það hafi blætt eftir samfarir þó þú værir ekki að hafa samfarir í fyrsta sinn?  Því að það blæðir oftast þegar konur hafa samfarir í fyrsta sinn og það er eðlilegt þegar meyjarhaftið rofnar. 

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að það blæðir eftir samfarir.  Það getur í fyrsta lagi tengst blæðingum, sem sagt að blæðingar séu að byrja.  Í öðru lagi getur verið að eitthvað blóð hafi safnast fyrir í legi og renni út eftir samfarirnar (þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það) eða tengt getnaðarvarnarpillunni og í þriðja lagi getur verið sár í leggöngunum sem blæðir úr og það þarf ekki að óttast ef blæðingin er ekki mjög mikil og ef þetta gerist einu sinni.

En þú ættir líka að hafa í huga að svona breytingar geta verið einkenni óléttu eða kynsjúkdóms þannig að til öryggis ættir þú að láta athuga það.  Þú getur tekið þungunarpróf 2-3 dögum eftir að blæðingar ættu að byrja næst og jafnvel taka það þó að blæðingar byrji til að vera viss.  Einnig væri gott ráð hjá ykkur að fara í kynsjúkdómatékk ef þú eða kærastinn hafið verið með öðrum.   Þú getur alveg farið til læknis án þess að láta foreldra vita þó að það sé alltaf best að hafa þau með í ráðum og ég hvet þig eindregið til að gera það.  En þú átt rétt á trúanaði frá lækninum.

Það borgar sig alltaf að fara til læknis ef þú ert ekki viss að allt sé ok og þú skalt ræða við lækninn um getnaðarvarnir ef þú ert ekki byrjuð á pillunni nú þegar.

Gangi þér vel, kv.íris

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015