Afhverju að kjósa?

Áríðandi tilkynning: Ungt fólk er ekki áhrifalaust!

27. október 2016

Ef þú hafðir hugsað þér að mæta ekki á kjörstað í næstu kosningum eru góðar líkur á að þú sért á aldrinum 18-29 ára. Líklegt er að þú teljir að atkvæðið þitt skipti litlu sem engu máli og muni engu breyta.

Samkvæmt  rannsókn sem unnin var um kosningaþátttöku eftir sveitastjórnarkosningarnar 2014 kom í ljós að lang lægst var kjörsókn ungs fólks, eða kjósenda á aldrinum 18-29 ára eða aðeins 63% á aldursbilinu. Tæplega 60 þúsund manns eru á þessum aldri en kjósendur alls eru 246514. Það því um fjórðungur allra er kjósenda.

Í ár kjósa 15743 einstaklingar í fyrsta sinn í kosningum, en það eru 6,4% þeirra sem það mega.  Sá fjöldi  samsvarar fjórum þingmönnum sem eru fleiri en allur þingflokkur Pírata á síðasta kjörtímabili.

Sú staðreynd ein og sér segir okkur að ungt fólk er ekki áhrifalaust.

Þú sem ungur kjósandi ert hluti að þjóðfélagshóp sem ert ólíklegri til þess að kjósa en aðrir. Ef ungt fólk kýs síður í kosningum munu mál sem snertir það síður fá athygli. Þannig þarf það ekki að vera. 60 þúsund atkvæði hafa heilmikið að segja. Það sem þú getur gert  er einfalt. Á kjördag sitja allir við sama borð, þú og bankamaðurinn, bankamaðurinn og útigangsmaðurinn. Allir hafa eitt atkvæði, einn kjörseðil sem mun sitja eftir, einmana, sár og sorgmæddur ef þú nýtir ekki rétt þinn og kýst.  Þú getur mætt á kjörstað og kosið það samfélag sem þú vilt búa í.

 


E.S.

Ef þú ert í vafa um hvernig á að kjósa eða um hvað verið sé að kjósa getur þú séð það hér.
Ef þú ert ekki viss um hvað þú eigir að kjósa getur verið hjálplegt að taka kosningavitann til þess að koma sér á sporið. Fleiri upplýsingar um kosningarnar má finna inn á égkýs.
 

27. október 2016

Höfundur:

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018