Hvernig verð ég lögga?

Til þess að verða lögga þarf að fara í nám í lögreglufræðum sem er tveggja ára nám kennt í Háskólanum á Akureyri.

12. desember 2016

Afhverju ætti ég að verða lögga?

Ef þú hefur ríka ábyrgðarkennd gagnvart samborgurum þínum , sterka réttlætiskennd og vilt hjálpa til við að búa í öruggu samfélagi þá er lögreglustarfið mögulega fyrir þig. Hinnsvegar er Lögreglustarfið andlega og líkamlega erfitt starf og vald fylgir því sem er vand með farið.
Þetta krefst þess að tilvonandi lögregluþjónar séu rétt menntaðir og að öllu leiti vel undirbúnir fyrir starfið.


Lögreglufræði

Lögreglufræði er kennd í Háskólanum á Akureyri og undirbýr tilvonandi lögregluþjóna undir ábyrgðarhlutverk lögreglunnar, lagalegan ramma starfsins og samskipti við ólíka hópa og aðrar fagstéttir, s.s. starfsfólk heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þeir sem ljúka diplómanámi í lögreglufræðum auk tímabils í starfsnámi (s.s. sumarafleysingar) geta unnið við löggæslustörf. 


Jafnframt er boðið upp á nám til BA gráðu sem leggur grunn að sérhæfingu í námi og síðar starfi. Möguleg sérhæfing er á ólíkum viðfangsefnum svo sem; sérsveitarstörfum; stjórnun lögregluembætta; ofbeldi í nánum samböndum; mansali; rannsókn efnahagsbrota; alþjóðlegu hjálpar- og þróunarstarfi og fræðastarfi á háskólastigi.


Hver eru inntökuskilyrðin?

  1. Að vera íslenskur ríkisborgarar 20 ára eða eldri.
     
  2. Að hafa ekki gerst brotlegir við refsilög né hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglumenn verða almennt að njóta. Þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið frá því að það var framið.
     
  3. Að vera andlega og líkamlega heilbrigðir og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum.
     
  4. Að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun.


Er fjarnám?

Námið er byggt upp með það í huga að hægt sé að stunda það hvar sem er á landinu.

Lögregluskólinn

Lögregluskólinn var lagður niður haustið 2016. Ákveðið var að færa námið á háskólastig til þess að auka gæði þess og mæta þörfum stærra samfélags. 

 

Frekari upplýsingar:

Lögreglufræði við háskólann á Akureyri

Þátttökutilkynning Háskólans á Akureyri um lögreglufræðinám.

Heimasíða lögreglunnar

12. desember 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?
Heilsa & kynlíf |  05.12.2012 Ofskynjunarsveppir