Meydómur og endaþarmsmök

29. maí 2012
Telst að missa meydóminn með endaþarmssamförum ?

Hvað finnst þér?  Þetta er í raun spurning um hvernig maður skilgreinir meydóminn.  Ef það að missa meydóminn er þegar meyjarhaftið rifnar þá myndu endaþarmssamfarir ekki teljast til þess að missa meydóminn.  En það er spurning hvort það sé í raun sú merking sem meydómurinn hefur í daglegu tali, er stelpa hrein mey eftir að hafa haft endaþarmsmök eða munnmök bara vegna þess að meyjarhaft hennar er ekki rifið?  Svo getur stelpa sem aldrei hefur haft samfarir samt verið með rifið meyjarhaft, er hún þá ekki hrein mey?  Þetta er í raun álitamál sem ég get ekki svarað og hver verður að hugsa fyrir sig hvað felst í því að vera hrein mey eða hreinn sveinn. 

Kveðja Íris

29. maí 2012

Mest lesið

Mest lesnu svörin