Hettan

Með hettunni er öruggast að nota sæðisdrepandi krem eða hlaup.

02. maí 2016

Hvernig er hettan notuð?

Hettan er getnaðarvörn sem sett er hátt upp í leggöng konunnar til að þekja leghálsinn.

Hversu örugg getnaðarvörn er hettan?

Mesta öryggi hettunnar er 94% ef notkunarleiðbeiningum er fylgt. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt nákvæmlega aukast líkur á að konan verði ófrísk.

Hvernig virkar hettan?

Hettan er mjúk gúmmíhetta með sæðisdrepandi efni, og er hún sett upp  í leggöngin fyrir samfarir. Hún þekur leghálsinn og hluta legganganna og hindrar að sáðfrumur berist upp í legið.

Hverjir eru helstu kostir hettunnar?

 • Nokkuð örugg getnaðarvörn.
 • Hettuna með sæðisdrepandi kremi eða hlaupi má setja inn við hentugt tækifæri nokkru fyrir samfarir.
 • Hettan hefur ekki áhrif á líkamsstarfsemina, líkt og hormónalyfin geta haft, heldur er verkunin aðeins staðbundin í leggöngum.
 • Auðvelt er að setja hettuna upp og fjarlægja hana og finna hvort hún er rétt staðsett.
 • Hægt er að nota sömu hettuna í mörg ár.
 • Hettan getur veitt vörn gegn sumum kynsjúkdómum,  t.a.m. klamýdíu, lekanda, sárasótt og HIV.
 • Hettan getur veitt vörn gegn krabbameini í leghálsi.

Hverjir eru helstu ókostir hettunnar?

 • Gúmmíið í hettunni getur valdið ertingu í leggöngum.
 • Meiri líkur eru á þvagfærasýkingu ef konan er næm fyrir slíku.
 • Hettan getur valdið óþægindum í leggöngum ef hún er ekki af rétri stærð.
 • Bæta þarf við sæðisdrepandi efni ef samfarir eru endurteknar. Því er þá sprautað inn í leggöngin.
 • Hettan getur færst úr stað og þá er aukin hætta á þungun.

Nánari upplýsingar um hettuna.

 • Mæla þarf hvaða stærð hentar líkama hverrar konu.
 • Nota þarf sæðisdrepandi efni, krem eða hlaup, með hettunni og bera það á báðar hliðar hennar áður en hún er sett upp.
 • Hettuna á ekki að fjarlægja fyrr en 6 klukkustundum eftir samfarir.
 • Ekki er ráðlegt að hafa hana lengur en 24 klukkustundir í einu.
 • Bæta þarf við sæðisdrepandi efni ef meira en 3 klukkustundir líða frá uppsetningu hettunnar og þar til samfarir eiga sér stað.
02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?
Heilsa & kynlíf |  05.12.2012 Ofskynjunarsveppir