Hrelliklám

Kynferðisofbeldi á internetinu og samfélagsmiðlum

04. apríl 2017

Hvað er hrelliklám?

Hrelliklám er þegar nektarmyndum eða öðru kynferðislegu efni af annari manneskju er dreift um netið án hennar samþykkis. Hrelliklám er stafrænt kynferðisofbeldi sem veldur þeim sem verður fyrir því andlegum og félagslegum skaða. Að deila hrelliklámi er sérlega alvarlegt brot á einkalífi og frelsi annara manneskju þar sem nánast ómögulegt er að taka slíkt efni úr umferð.

Hrelliklám er stafrænt kynferðisofbeldi sem veldur þeim sem verður fyrir því andlegum og félagslegum skaða.

Hefndarklám

Við kjósum að nota hugtakið hrelliklám frekar en hefndarklám, sem oft er notað um sama fyrirbæri, þar sem hrelliklám er víðara hugtak (allt hefndarklám er hrelliklám en ekki öllu hrelliklámi er dreift í hefndarskyni) og nær því betur utan um þetta samfélagsmein.

Má þetta bara?

Á Alþingi er verið að vinna í lögum sem gera dreifingu hrellikláms ólöglega en má fylgjast með gangi málsins hér. Þó svo vanti lög sérstaklega gegn hrelliklámi er það samt ólöglegt og dómar hafa fallið fyrir dreifingu þess.

Þér er að sjálfsögðu frjálst að taka nektarmyndir af sjálfri/um þér og telst það til tjáningarfrelsis. Hinsvegar ef þig langar að senda öðrum nektarmynd skaltu vera viss um að viðkomandi hafi áhuga á því þar sem það getur verið lögbrot að senda kynferðislegt myndefni þeim sem ekki vilja sjá það.

Ef þú færð slíkt myndefni sent í trúnaði, t.d. í einkaskilaboðum, er þér ekki frjálst að deila því án leyfis. Í fyrsta lagi er það verndað af höfundarréttarlögum og í öðru lagi getur dreifing myndanna brotið gegn persónuverndarsjónarmiðum vegna viðkvæms eðlis þeirra. Það þykir auka alvarleika brotsins ef myndunum er dreift í þeim tilgangi að niðurlægja, t.d. vegna sambandsslita. Enn alvarlegra er þegar kynferðislegarmyndir eru teknar af manneskju án hennar vitneskju og þeim síðan dreift.

Að lokum þá er það sjálfstætt brot að hóta að dreifa nektarmyndum af annari manneskju.

Stutta svarið er því nei, þetta má alls ekki.

Hvað get ég gert?

Ef  þú lendir í hrelliklámi þá ertu fórnarlamb stafræns kynferðisofelbis. Skömmin er ekki þín held þess sem brýtur gegn þér. Það sem þú getur gert er að leita til lögreglu sem aðstoðar þig við að kæra brotið og Stígamóta til þess að fá stuðning. 


Nánari upplýsingar og heimildir:

Vefsíðan Stöðvum hrelliklám.
Vefsíða Kvennréttinda félags Íslands.
Skýrsla Vigdísar Fríðu Þorvaldsdóttur um hrelliklám
Vefsíða Stígamóta.
Pistill Maríu Rúnar Bjarnadóttur, doktorsnema í lögfræði, um hrelliklám.
Frumvarp um bann við hefndarklámi.
Lögreglan.

 

04. apríl 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?
Heilsa & kynlíf |  05.12.2012 Ofskynjunarsveppir